Í gær, þegar fór að nálgast viku síðan eitthvað gerðist í lífi mínu og að ég fékk hugmynd að sæmilegri bloggfærslu, ákvað ég að grípa til örþrifaráða: Ég fór á rúntinn á Peugeot draslinu mínu.
Þegar í harðbakkann slær í blogghugmyndabransanum get ég alltaf treyst á Peugeot-inn minn til að redda mér hugmynd að bloggfærslu. Áður en ég lagði af stað á rúntinn hvíslaði ég stundarhátt með örlítið brostinni röddu "Ekki bregðast mér núna, helvítis ógeðið þitt".
Rúmum tveimur tímum síðar brást hann eftirminnilega og skilaði mér hugmynd að bloggfærslu með því að bila ekki. Ég komst klakklaust á rúntinn í tvo tíma án þess að neitt gerðist: Engin bilun, ekkert hrundi af og engin ný hljóð heyrðust. Stórbrotið afrek sem kemst í sögubækurnar.
Ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki Peugeot-inn minn. Sennilega ekki að blogga, úti á meðal fólks.
Þetta er síðasta færslan í bili sem fjallar um andleysi mitt. Ég lofa. Nema auðvitað að andleysið haldi áfram. Þá hef ég ekkert annað að skrifa um.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.