sunnudagur, 24. apríl 2011

Sparsamur líkami

Í dag náði ég að klára fimm tíma af flutningum hjá Gylfa vini mínum og tvo tíma af körfuboltaiðkunn á aðeins tveimur banönum, einni ostasneið og fimm tíma svefni síðustu nótt.

Mér reiknast þá til að ég hafi náð að keyra líkama minn á 34 kalóríum á klukkustund á meðan á þessu stóð, sem verður að teljast með sparneytnari farartækjum.

Ég bætti auðvitað upp fyrir sparnaðinn með um sjö þúsund kalóríum af nammi á tæpum hálftíma í kvöld.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.