fimmtudagur, 7. apríl 2011

Sparnaðarráð Viðskiptafræðingsins IV

Sem viðskiptafræðingur finnst mér annars vegar rétt að hamra á því að ég sé viðskiptafræðingur og hins vegar gaman að ráðleggja fólki hvernig hægt er að spara peninga. Ekki að ég þurfi á því að halda, þar sem ég er moldríkur viðskiptafræðingur.

Hér kemur eitt slíkt ráð. Áður en lengra er haldið þá finnst mér rétt að ítreka að ég er háttvirtur viðskiptafræðingur og þar með sérfræðingur í öllum málum sem koma að peningum og viðskiptum. Ekki reyna þetta heima, nema þið séuð með háskólagráðu í viðskiptum. Eins og ég. Viðskiptafræðingurinn.

Sparnaðarráðið er í nokkrum skrefum, en það lærði ég í síðustu viku:

1. Leggðu kolólöglega.
2. Fáðu sekt upp á kr. 5.000 frá lágtvirtum stöðumælaverði.
3. Greiddu sektina innan 3ja daga og borgaðu aðeins 3.900 krónur.
4. Kauptu þér eitthvað fallegt fyrir 1.000 krónur.

Þar með hefurðu sparað 100 krónur án þess að lyfta fingri. Eins og viðskiptafræðingur.

2 ummæli:

  1. Veldu leigubíl, hvern sem er á götunni. Hlauptu eins lengi á eftir honum og þú getur og vertu viss að þú hefur sparað mörg hundruð krónur !

    SvaraEyða
  2. Mjög gott. Ég prófa þetta, þegar ég hef selt Peugeot-inn minn til Súdan sem traktor.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.