sunnudagur, 6. mars 2011

Sviðsljós Séð og Heyrt

Baldur nokkur Beck benti mér á nýlega að ég hef aldrei verið spurður út í Sviðsljóshluta tímaritsins Séð og Heyrt, mér til brjálæðis. Er ég ekki nógu frægur eða merkilegur?

Hér eru svörin, Séð og Heyrt. Látið mig vita hvenær þið birtið þau.

1. Hver er statusinn þinn á Facebook núna?
Síðasti status er frá 26. febrúar: varð flökurt eftir að hafa borðað Sóma hamborgara. Er sennilega með ofnæmi fyrir pappír. Eða viðbjóði.

2. Hver er skrítnasti matur sem þú hefur smakkað?
Rækjur.

3. Hvað er turn on og off fyrir þér?
Turn on: Sleikur. Og íþróttaföt.
Turn off: Hósti og allt tengt sígarettum.

4. Hvenær vissirðu að þú værir ástfangin og af hverju?
Ég vissi ekki að ég væri ástfanginn. Er ég það? Ef svo er, þá núna. Og af því þú sagðir mér það.

5. Hvernig krakki varstu?
Ljóshærður, ofvirkur og óþolandi. Dæmigerður krakkaviðbjóður.

6. Hvað reiðir þig?
Téin þrjú. Tillitsleysi, tilætlunarsemi og töffarastælar.

7. Hver væri titill ævisögu þinnar og hver myndi leika þig í bíómyndinni?
Titill: Hugans rætur og ævintýr.
Leikari: Clint Howard.

8. Hvaða frægu persónu myndirðu vilja…
A) eiga einnar nætur gaman með
Helen Mirren.

B) giftast
Mila Kunis.

C) kynna fyrir mömmu
Scarlett Johansson.

9. Hver er mikilvægasta lexían sem þú hefur lært?
Aldrei, undir neinum kringumstæðum, kaupa Peugeot.

10. Hvaða söngvari fer mest í taugarnar á þér?
Á erfitt með að gera upp á milli Lady Gaga og Nicole Scherzinger.

11. Við hvað ertu hræddur?
Dauða skyldmenna.

12. Hvað gerirðu til að dekra við þig?
Sef.

13. Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið?
Að fara í Háskóla Reykjavíkur 2003.

14. Hvaða ilmvatn notarðu?
Hugo Boss.

15. Hver er þín leynda fantasía?
Að fara í sleik á tónleikum með Ratatat á Broadway.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.