Ég hef löngum hreykt mér af því að fá símtöl annað slagið. Í lok mars mánaðar, eins og núna, gapi ég svo yfir vinsældum mínum (sem mældar eru í fjölda símtala frá vinum), aðeins til að verða fyrir vonbrigðum með restina af árinu.
Svo fer ég að hugsa. Þetta var ekki svona áður en ég vann á skattstofu Austurlands (2001-2006 ca.) við yfirferð skattaframtala.
Svona var þetta þá:
Eftir að ég byrjaði (og hætti) á skattstofunni hefur jafnvægi símtala eftir mánuðum raskast talsvert. Það tengist mögulega því að skattaframtölin eru send út í febrúar og skilafresturinn er í lok mars.
Það sem ég er að reyna að segja: Loðnutímabili mínu í vinamálum fer að ljúka og við taka störukeppnir við símann og sleikir við Excel langt fram eftir nóttu.
Ég kvarta ekki, ég hef hreina unun af því að hjálpi fólki í neyð með framtölin, þó ég sé bara giskandi út í loftið. Jafnvel sérstaklega þá.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.