Ég get alls ekki skilið þrennt:
1. Hvernig geta Íslendingar verið stoltir af því að vera frá Íslandi?
Ef við erum ekki kaupandi upp hálfa Evrópu áður en við förum á hausinn, veiðandi hval og makríl í óþökk alls heimsins, stoppandi alla flugumferð í Evrópu með gosi eða neitandi að borga skuldir okkar þá erum við strandandi skipum og lekandi olíu í sjó nágrannaþjóða okkar. En hey, við urðum í öðru sæti í Eurovision.
2. Japönsku
Og þúsundir annarra tungumála.
3. Hvernig datt mér í hug að versla appelsínugular nærbuxur?
Ekki nóg með það, heldur mæta með þær í ræktina og flagga þeim eftir sturtu á háannatíma, án þess að skammast mín. Einhversstaðar las ég að kaup á appelsínugulum nærbuxum sé fyrsta merki um siðblindu. Ég vona að það sé rétt, því þá fer ég að geta sofið aftur eftir þetta fáránlega uppátæki mitt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.