miðvikudagur, 22. desember 2010

Jólasögur

Í dag gerðust tvö atvik sem ollu því að ég varð fyrir vonbrigðum. Sögustund!

Jólaóskapið
Ég var nýkominn úr Kringlunni í dag, þar sem mér tókst ekki að kaupa gjafir vegna mannmergðar og var í bílnum að bíða eftir að komast áfram, blótandi konunni sem leiddi lítinn 5 ára strák alltof hægt fyrir framan "bílinn" minn.

Ég var vanur því og fullkomlega sáttur við að komast ekki í jólaskap í ár, frekar en fyrri ár og vera fúli náunginn í jólaverslunarleiðangrunum, þegar þessi 5 ára strákur snéri sér við, brosti framan í mig og vinkaði, svo ég gat ekki annað en brosað tárvotur til baka og vinkað.

Hvernig dirfist litlu barni að koma mér í betra skap?! Geta þau ekki brosað frama í ókunnugt og geðstirt fólk og vinkað því heima hjá sér? Óþolandi.

Jólaveðrið
Á leiðinni í heimsókn til pabba í kvöld braut ég rennilásinn af úlpunni minni, þegar ég trylltist í millisekúndu við að reyna að renna niður. Hjá pabba sá ég veðurfréttir, þar sem kom fram að það verða mínus 17 gráðu hiti á Egilsstöðum, þegar ég lendi þar á morgun. Lítur út fyrir að ég þurfi að safna í alskegg yfir jólin og vel það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.