1. Limahl - The never ending story (1985-1990)
Ég heyrði þetta lag fyrst í Trékyllisvík í lok minnar uppáhaldsmyndar á þeim tíma, The never ending story (1985 ca) og kannski fjórum sinnum eftir það til 1990, þegar ég gleymdi því.
2. The Dandy Warhols - Get off (2002-2004)
Ég heyrði þetta lag tveimur árum eftir að ég heyrði það fyrst (2002) og fattaði að ég elskaði það. Í kvöld hélt ég að ástin hefði kulnað, en mér skjátlaðist. Ennþá magnað lag, þó ekki uppáhalds lengur.
3. Familjen - Det snurrar i min skalle (2010-)
Þetta lag heyrði ég í morgun, rúmum þremur árum eftir að ég heyrði það fyrst og mér finnst það enn jafn magnað og þá. Svo magnað að ég öskraði með, án þessa að kunna stakt orð í sænsku (fyrir utan jutte bra).
Það er allt gott við þetta lag. Takturinn, laglínan, rafhlutinn, söngurinn, tungumálið, textinn, uppbygging og ekki síst myndbandið. Líklega uppáhalds myndbandið mitt líka.
Excellent morning music. Takk fyrir!
SvaraEyðaMín var ánægjan Lissy.
SvaraEyða