fimmtudagur, 10. júní 2010

Hausglymjun

Í morgun heyrði ég lagið Only man með Audio Bullys í fyrsta sinn. Það hefur glumið í hausnum á mér síðan. Ég vil síður vera einn með þetta fast í hausnum, svo hér er lagið:


Nokkrir fróðleiksmolar:
* Þessi söngvari er með minnsta munn í heimi, miðað við höfðatölu.
* Lagið er af disknum Higher than Eiffel, sem ég hlustaði á í morgun. Þetta er eina grípandi lagið. Restin er mjög slöpp.
* Ég hélt að Fred Durst syngdi viðlagið og reyndi að finnast lagið leiðinlegt vegna þess. Það var rangt af mér og ég iðrast.

2 ummæli:

  1. hahaha, ég hélt að hann segði í textanum: I see a Zombie walking down the street but i know it´s you. Fínt lag annars.

    SvaraEyða
  2. Væri samt betra ef það fjallaði um zombía.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.