mánudagur, 14. júní 2010

Aldur minna eigna

Ef einhver var að velta fyrir sér hvað þessi bolur sem ég var í í vinnunni í dag væri gamall þá er hér súlurit yfir aldur allra minna eigna sem enn eru í notkun:

Súlurnar eru í sama lit og hlutirnir. Ótrúleg tækni.
Þennan umrædda bol keypti ég sumarið fyrir mitt fyrsta ár í Menntaskólanum á Egilsstöðum, í versluninni Táp og Fjör á Egilsstöðum fyrir kr. 1.990 ef ég man rétt. Í ágúst 1994. Hann er ennþá eins og nýr, nema þynnri:

Lafþunnur bolur. Sem er einn helstu kostur hans.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.