mánudagur, 26. apríl 2010

Kolla systir, Árni Már mágur og dóttir þeirra, Anna María, komu í bæinn yfir helgina.

Ég stakk upp á hittingi á Pizza Hut í Smáralindinni á föstudaginn, ekki vitandi að þar er á ferðinni einn dýrasti matsölustaður landsins, rétt á eftir Hótel Holt. Stór pizza á Pizza Hut selst á rúmar 6.000 krónur. Ég held ég kaupi mér frekar buxur eða borgi inn á íbúð og haldi mig fjarri þessum stórkostlega dýra stað. Spá: Staðurinn mun loka innan árs.

Allavega, ég náði loksins að spyrja Önnu Maríu spurningu sem fólk hefur verið að spyrja mig um; hvað er Anna María stór? Svarið lá í augum uppi, eftir að ég sá það:

Hún er greinilega stærri en hún lítur út fyrir að vera.

2 ummæli:

  1. Hún er nefnilega nokkuð stór miðað við aldur. Ég held sko ekki á henni þannig að fólk getur rétt ímyndað sér hversu stór hún er! Annars er þetta mjög fín mynd af henni.

    SvaraEyða
  2. hahaha rosalega langar lappir á henni. já góð mynd af ykkur báðum.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.