Hér er listi yfir þá staði sem ég hef búið á í Reykjavík:
1. Eiríksgata 2001. Bjó þar í 6 mánuði með Björgvini Lúther og Aðalsteini Inga.
2. Tunguvegur 2003-2004. Bjó þar í 9 mánuði með Óla Rúnari, Guggi, Víði og Gústa. Fyrsta árið mitt í Háskólanum.
3. Skipholt - Höfði stúdentagarðar 2004-2006. Tveir vetur, einn í herbergi. Kláraði námið þar. Mjög þægilegt.
4. Kristnibraut 2006-2007. Eitt ár með spúsu. Helst til of langt frá öllu fyrir minn smekk.
5. Hafnarfjörður 2007-2009. Tvö ár. Leigði fyrst með Danna. Svo einn í hálft ár.
6. Skipholt 2009-2010. 8 mánuðir. Leigði með Óla og syni hans. Flutti út þar sem íbúðin innihélt rakaskemmdir.
7. Kópavogur 2010. 5 dagar hingað til. Leigi einn. Þægileg tilfinning.
Og hér er svo kortið:
Sjáiði ekki þróunina? Hún blasir við. Sláandi þróun. Mynstrið sýnir skýrt og greinilega að ég veit ekkert hvar ég á að búa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.