Dagurinn í dag var dæmigerður. Vaknaði of seint í vinnuna þar sem ég vann dæmigerð verkefni til kl 17:45, þegar ég fór í léttan mat til pabba og Laufeyjar áður en ég skrapp á dæmigerða körfuboltaæfingu í tvo tíma. Eftir það fékk ég mér dæmigerðan mat að borða, horfði á dæmigerðar fréttirnar endursýndar og hálfsofandi hugsaði "Hmm, langt síðan ég hef bloggað."
Með hryggð í hjarta fattaði ég að ekkert nógu merkilegt hefur gerst til að réttlæta skrif.
En ég gleymdi einu. Ég gleymdi trompinu mínu, því sem ég get alltaf reitt mig á þegar harðnar á blogghugmyndadalnum. Bíllinn minn!
Peugeotinn minn er bilaður! Það kemur amk sterk bensínlykt þegar ég keyri hann. Svo er lásinn á bílstjórahurðinni endanlega dottinn af, sem veldur því að ég get ekki læst honum. Húrra!
Ég var farinn að hafa áhyggjur. Hann hafði ekki bilað í sex vikur.
Takk Peugeot! Þú bjargar mér alltaf frá andleysi. Ég elska að hata þig af öllu hjarta.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.