sunnudagur, 7. mars 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi fór ég á myndina Shutter Island í Smáralindinni með pabba. Það sem var óvenjulegt við þessa ferð var að andlitið á mér innihélt yfirvaraskegg. Var þetta í fyrsta sinn sem ég fer á meðal almennings með eitt svoleiðis. En nóg um það.
Shutter Island fjallar um lögreglumenn sem fara til Shutter eyju við Boston, þar sem geðsjúkrahús fyrir snargeðveikt fólk er, til að kanna hvarf sjúklings. Eitt leiðir að öðru og áður en áhorfandi veit af er allt orðið vitlaust úr spennu.
Myndin er löng, virðuleg, tignarleg, skemmtileg, spennandi og dramatísk. Nákvæmlega eins og yfirvaraskeggið mitt.
Myndin er þó sérstaklega vel leikin. Hún fær þrjár stjörnur af fjórum frá mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.