föstudagur, 26. mars 2010


Ég vil ekki monta mig en í gærkvöldi kláraði ég bókina The Road. Það eru aðeins átta dagar síðan ég keypti bókina og byrjaði að lesa. Aldrei hef ég verið jafn fljótur að lesa bók.

Fyrra metið eru sjö mánuðir en þá las ég bókina The Da Vinci Code.

Ég las svo hratt að ég hafði ekki tíma til að taka eftir um hvað The Road er. En fín bók engu að síður. 3,5 stjörnur af 4.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.