laugardagur, 6. febrúar 2010

Venjulega væri ég að vakna um þetta leyti á laugardegi en ekki í dag. Ég vaknaði kl 9 í morgun og hef gert meira en flestir gera á viku. Upptalning:

1. Fór á 2ja tíma körfuboltaæfingu. Síðasta æfingin fyrir leik á mánudaginn gegn HK (á Álftanesi kl 19:45, hint hint).

2. Fylgdist með körfuboltamóti yngri flokkana á Álftanesi en meistaraflokkur átti að sjá um dómgæsluna á því.

3. Dæmdi minn fyrsta körfuboltaleik. Sjaldan hefur nokkur einstaklingur dæmt jafn illa.

4. Dæmdi minn síðasta körfuboltaleik. Sami leikur og í 3.

5. Gleymdi skónnum mínum ofan á bílnum þegar ég fór heim frá Álftanesi. Þessi mynd ætti að útskýra framvinduna:


Gutti kom á eftir mér og pikkaði þá upp. Takk Gutti. Þú verður besti vinur minn á elliheimilinu þegar ég verð gleymandi tönnum og kynlífshjálpartækjum út um allt.

6. Bloggaði.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.