laugardagur, 20. febrúar 2010

Í dag gerðust nokkrir stórir viðburðir í mínu lífi:

1. Þrítugsafmæli Björgvins
Björgvin bróðir varð þrítugur snemma í morgun. Upp á það var haldið með fjölskyldunni á Vegamótum í hádeginu og síðar í kvöld með fjölskyldu og vinum niðri í bæ.

Þrítugsafmæli Björgvins markar þau tímamót í sögu þessarar fjölskyldu (foreldrar, systkinu og börn okkar systkina) að 50% hennar er nú 30 ára eða eldri. En mynd segir meira en þúsund orð:


2. Viggó
Á meðan á dvöl okkar á Vegamótum stóð gekk inn á stallinn okkar Viggó nokkur Mortensen, leikari og næstum heimsmeistari í frægð.

Hann sá að við sátum á þessum bás og snéri við. Við, sem fjölskylda, komum í veg fyrir að Viggo Mortensen fengi sæti! Ég hef þá tekið þátt í að breyta heiminum á mjög fíngerðan hátt.

3. Hvít lygi
Ég gleymdi að kaupa afmælisgjöf fyrir Björgvin svo ég greip tækifærið þegar Viggó var farinn og sagði stundarhátt "Óvænt uppákoma!". Þannig þóttist ég hafa skipulagt að Viggó léti sjá sig í tilefni dagsins.

Björgvin var mjög sáttur enda ekki á hverjum degi sem aðalleikarinn í uppáhaldsmyndinni hans kíkir í heimsókn og fer eftir hálfa sekúndu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.