laugardagur, 27. febrúar 2010

Eftir körfuboltaæfingu morgunsins á Álftanesi og ferð í heita pottinn upplifði ég lokasenuna í kvikmyndinni Contact þegar ég renndi mér í hæstu rennibraut landsins þar til mér varð óglatt og neyddist til að hætta.

Fyrir þá sem ekki hafa séð Contact, hér er lokasenan:


Ég mæli annars með því að fólk horfi á myndina í heild ef það hefur ekki séð hana. Mögnuð mynd.

Ef einhver er að halda því fram að ég sé barnalegur að vera að renna mér niður rennibrautir þar til ég æli þá er það rangt. Ég var að gera stigaæfingar með því að hlaupa upp hringstigann við rennibrautina.

Það var af illri nauðsyn sem ég renndi mér niður, skríkjandi úr hamingju.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.