fimmtudagur, 25. febrúar 2010

Í kvöld gerðist ég þreyttur og fór í kjölfarið að velta fyrir mér hvort ekki væri rétt að láta fólk vita af því, hvort sem það vill vita af því eða ekki.

Svo fór ég að spá í hvort ég segi fólki of mikið frá þreytu minni. Ég ákvað að spyrja Jónas, sem er spjallfélagi á MSN. Hann sendi til baka nokkra samtalsbúta frá þessu ári:


Í stuttu máli: Nei, ég segi ekki nógu oft frá þreytu minni. Það líða stundum margir klukkutímar á milli þess sem ég tilkynni þreytu mína.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.