Á árinu 2009 hætti ég að fá ókeypis en fæ þess í stað 25% afslátt. Ég ákvað að reikna út hagnað bíóhúsanna á þessari breytingu. Hér eru forsendurnar:
- Áður fór ég tíu sinnum í bíó á mánuði. Eftir breytinguna fer ég í mesta lagi þrisvar sinnum á mánuði.
- Þar sem ég fékk ókeypis þá eyddi ég um 550 krónum í nammi. Þegar ég þarf að kaupa miða eins og fífl sleppi ég namminu í annað hvert skipti.
- Ég geri ráð fyrir 100% álagningu í sjoppunni. Það er hóflegt mat.
Niðurstaða:
Samkvæmt þessu græða bíóin 25 krónur á mánuði á því að láta mig borga miða, eða 300 krónur á ári. Og sennilega hálfa milljón sem annars færu í laun.
Þannig að ég sleppi að skrifa harðort bréf í Fréttablaðið yfir ósanngirni heimsins.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.