Á körfuboltaæfingu morgunsins áttu leikmenn að skiptast á að skjóta vítaskot þar til hver og einn hitti sjö skotum í röð.
Ég náði því í fyrstu tilraun en prófaði að halda áfram að skjóta. Ég náði að hitta 28 vítaskotum í röð, sem er líklega hápunktur körfuboltaferils míns.
Svo spiluðum við og þar gat ég ekkert, eins og venjulega.
Hér hefst opinbert bréf til KKÍ:
Til þess er málið varðar.
Ég legg til eftirfarandi breytingar á reglum körfuboltans, amk þegar ég spila. Ekki þegar ég horfi á hann:
* Bannað að drippla boltanum.
* Bannað að skjóta nema frá vítalínunni.
* Bannað að trufla skot andstæðinganna.
* Bannað að segja eitthvað niðrandi um þann sem er að skjóta. Orð særa.
Ég treysti mér ekki í að gefa upp ástæðuna fyrir breytingunum. En ástæðan er góð. Ég lofa.
Kv.
Finnur
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.