Þegar það versta var afstaðið og ég beið í bílnum eftir að verða sóttur tók ég mynd:

Í kjölfarið fór ég að hugsa; hvar hef ég séð þetta áður?
Þegar ég fór skyndilega í nostalgíuflogakast uppgötvaði ég að svarið var komið. Ég upplifði þetta oft á dag í æsku minni þegar ég spilaði uppáhaldsleikinn minn, Test Drive 1:

Við þetta fattaði ég smá galla í Test Drive; baksýnisspegillinn á að detta af þegar rúðan verður fyrir höggi. Og bílstjórinn á að öskra eins og smástelpa.
Ég hef skrifað framleiðendum leiksins harðort bréf.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.