Ég hef alltaf sagt að ég var ógeðslegt barn en enginn hefur trúað mér. Fólk segir að öll börn séu falleg á sinn hátt. Ó jæja?
Hér er mynd máli mínu til stuðnings:
Svo ljótt barn var ég að foreldrar mínir reyndu sitt besta að gera mig fallegri með málningu og hárlengingu. Allt kom fyrir ekki.
Fyrir utan að ég gekk í hvítum sokkum við rauðan samfesting. Ég lærði fyrir meira en tveimur árum að sú samsetning gengur ekki upp.
P.S. Hér er um spaug að ræða. Foreldrar mínir gerðu ekkert neitt þessu líkt. Helgi bróðir breytti þessari gömlu mynd af mér. Ég var samt ógeðfelt barn.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.