fimmtudagur, 12. nóvember 2009

Það er ekki í uppáhaldi hjá mér að vera veikur. Það er þó margt leiðinlegra. Leiðinlegast af öllu finnst mér að vera hálfveikur.

Hálfveikindi:
a) Of veikur til að treysta sér í vinnu.
b) Of andlaus til að koma einhverju í verk.
c) Of hress til að liggja á gólfinu grátandi.

Tvennt heldur mér gangandi:
1. Að hafa nóg að gera. Mæta í vinnuna, fara í ræktina, spila körfubolta, fara í bíó, fara ekki í leikhús og svo framvegis.
2. Að liggja, hvar sem er, og vorkenna sjálfum mér. Þetta geri ég bara ef ég er mjög veikur.

Í gærkvöldi hálfveiktist ég. Í dag svaf ég í 12 tíma, borðaði Cheerios og reyndi að koma einhverju í verk, án árangurs.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.