fimmtudagur, 8. október 2009

Það vita það ekki margir en líf mitt er einn stór gamanþáttur (sitcom). Hér er nýjasti þátturinn:

í gærkvöldi, heima:
Finnur hugsandi: "Hey, hvernig væri að hætta að borða sykur í einhvern tíma? Góð hugmynd Finnur, vel gert! Þú ert æði!"

*Fagnaðarlæti áhorfenda*

í dag, í vinnunni:
*Big ass súkkulaðikaka í boði fyrirtækisins útaf einhverju afmæli*

Finnur hugsandi: "ó boy. Þar fór það."

*Dósahlátur*
*Standandi lófatak*
*Finnur blikkar myndavélina*
*Finnur fær sér köku, skælbrosandi*
*Fagnaðarlæti áhorfenda*

*Finnur makar kökunni yfir sig allan*
*Starfsfólk kemur að*
*Dauðaþögn*

*Kredit listi*

Kannski ekki besti gamanþáttur í heimi en efnilegur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.