Eitt besta Excel bloggið á netinu; Pointy haired Dilbert, skrifaði í morgun grein um custom borða í Excel 2007, sem eitt og sér er óendanlega áhugavert eins og gefur að skilja.
Það sem gerir þessa grein jafnvel enn áhugaverðari er að hann skrifar hana eftir ábendingu frá mér. Ekki nóg með það heldur nefnir hann mig á nafn í færslunni.
Glöggir vegfarendur í 105 svæðinu í Reykjavík hafa væntanlega heyrt öskrin við andlegu sælublossana sem framkölluðust hjá mér við lesturinn. Ég biðst velvirðingar á því.
Sjá hér.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.