mánudagur, 26. október 2009

Ég verð að hrósa Álftanesi fyrir frumlega aðferð til að ná hraðanum niður.

Á Álftanesi eru radarmælar með skjá sem sýnir hversu hratt þú keyrir. En í stað ljóss sem blikkar þegar ekið er of hratt þá birtist mynd af fýlukalli. Og þegar þú keyrir á löglegum hraða birtist broskall.

Árangurinn er glæsilegur; ofsaakstur krakka yngri en 10 ára hefur snarminnkað.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.