Ég tók skrautlegt atriði í gær þegar ég átti óvart tíma hjá tannlækni kl 16:00 og í klippingu kl 16:30.
Upphafsvandamálin voru eftirfarandi:
1. Ég tafðist í vinnunni og varð seinn fyrir til tannlæknisins.
2. Ég vinn í miðbæ Reykjavíkur. Tannlæknirinn er uppi í Grafarvogi (ca. mörghundruð þúsund kílómetra í burtu).
3. Klukkan 16:00 hefst háannatími í umferðinni = gríðarlega erfitt að komast á milli staða.
4. Ég ek um á Peugeot 206. Sem er kraftlaus. En dugar.
Ég hafði 10 mínútur til að komast til tannlæknisins. Ég mætti klukkan 16:02 eftir að hafa ekið í gegnum nokkra bíla. Þá átti einhver kappi erfitt með að borga, svo tannlæknirinn tafðist. Klukkan 16:15 komst ég loksins að.
Samtal!
Ég: Hvað tekur þetta langan tíma?
T(annlæknir): Ca 20-30 mínútur.
Ég: Fökk.
T: Ertu að flýta þér?
Ég: Ég er að fara í lagning...eh... á mikilvægan viðskiptafund eftir korter.
T: Ok, við skulum reyna að flýta okkur þá.
Tannlæknirinn bókstaflega hljóp í myndatökuna og yfirlitið og kl 16:25 hljóp ég út, 10.000 krónum fátækari.
Þá tók við næsti vandamálapakki:
5. Tannlæknirinn er í Grafarvogi. Hárgreiðslustofan er í miðbæ Reykjavíkur (ca. mörghundruð þúsund kílómetra í burtu).
6. Klukkan 16:25 er nánast hápunktur háannatímans í Reykjavík. Bíll við bíl.
7. Ég ek um á Peugeot 206. Sem er kraftlaus. En dugar.
Eftir frekar spennandi ferð tók ég handbremsubeygju inn á planið hjá hárgreiðslustofunni og hljóp öskrandi inn á stofuna:
Ég: AFSAKIÐ HVAÐ ÉG KEM SEINT!!
H(árgreiðslukona): Ekkert mál.
Ég: Fökk.
Ég bað um James Bond klippinguna.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.