föstudagur, 30. október 2009

Ég hef verið með fjörfisk í vinstra augnloki síðustu fjórar vikurnar og í gær bættust við kippir í aftanvert vinstra lærið, sem ég kýs að kalla partífisk (þar sem fjörfiskur einskorðast við augnlok). Ennfremur er ég kinnfiskasoginn, að sögn.

Í dag fékk ég loksins nóg, þegar ég komst að því að það er fiskur í matinn í mötuneytinu. Nóg komið!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.