þriðjudagur, 25. ágúst 2009

Ég er með tilboð fyrir ykkur. Fyrir andvirði tekexpakka getur þú, lesandi góður, fengið ónæmiskerfi mitt. Engin falin gjöld. Ekkert greiðslugjald, stimpilgjald eða gjaldsgreiðslugjald. Bara einföld skipti.

Hversu vel virkar það? Mjög vel! Ég er reyndar veikur í annað skiptið á einni viku núna. Látið það samt ekki fæla ykkur frá. Ónæmiskerfið er hresst, þó það virki ekki.

Bíðið! Það er meira.

Ef þið pantið núna fáið þið Peugeot 206 árgerð 2000 með.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.