þriðjudagur, 25. ágúst 2009

Ég er ekki mikið fyrir að horfa á sjónvarpsþætti. Ég hef alltaf sagt að eina leiðin til að fá mig til að horfa á þætti er að byrjunin á honum innihaldi eftirfarandi:

* Andlitin á tveimur höfundum þáttanna, svífandi í stafrænu rými, á meðan leysigeislar skjótast framhjá.
* Höfuðin tvö snúast á hlið og reka út úr sér risastóra tunguna.
* Á tungunum ofurdansa litlar útgáfur af þessum tveimur höfundum í appelsínugulum samfestingum (mjög mikilvægt!) og þeir eru kynntir til leiks.
* Því næst ferðast myndavélin framhjá þeim og rekst á faxtæki, pylsu með öllu og kettlinga í sleik.
* Þá birtast svífandi hausar höfundanna aftur og andlitin á þeim springa af, stykki fyrir stykki þar til ekkert er eftir.
* Eftir stendur nafn þáttarins.
* Undir alla þessa senu skal vera undarleg blásturshljóðfærapopp/techno.

Nýlega var mér svo bent á að þessi byrjun er til. Hún er á þætti sem heitir Tim&Eric's Awesome Show. Great Job!

Hér er byrjunin:



Þetta er með betri þáttum sem ég hef séð. Hér er atriði um Spaghett:



Þættirnir eru 11 mínútur að lengd. Að lokum er hér einn þátturinn, þar sem aðal þemað er hin stórkostlega vara The Innernette:

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.