þriðjudagur, 7. júlí 2009

Sá merki atburður átti sér stað í gær að grín númer 250 milljón með nafnið mitt var framkvæmt. Það var eftirfarandi:

"Kannski að Finnur finni það".

Ég fer ekki nánar út í forsöguna. Það að þetta sé 250 milljónasta grínið með nafnið mitt er hinsvegar merkilegt. Það þýðir að hvern einasta dag ævi minnar hefur verið grínst með nafnið mitt 22.120 sinnum að meðaltali. Stundum oftar og stundum sjaldnar.

Ég vona að fólk geri sér grein fyrir því gríðarlega álagi á kímnigáfu mína sem þetta hefur í för með sér.

Í gær gerðist svo enn merkilegri viðburður en þá hitti ég nýju frænku mína, Önnu Maríu, aftur. Í þetta sinn með myndavél.


Anna María er 3. barnabarn foreldra minna, fyrsta barn systur minnar og Árna Más og fyrsta systkinadóttir mín, ef það er orð.

Hún er þeim ofurhæfileika gædd að gráta aldrei og vera alltaf hlæjandi. Einnig slefar hún frekar mikið. En það er víst eðlilegt. Stórskemmtilegt barn!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.