laugardagur, 11. júlí 2009

Nýlega kom í ljós að ég hef ávaxtað lífeyrissparnað minn um -15,13% hjá Landsbankanum frá byrjun árs 2008. Í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér öðrum valmöguleikum:

Valmöguleiki 1: Keppa í lottó fyrir allan peninginn.
Líkurnar á 1. vinningi eru 1 á móti 658.008 eftir að tölunum var fjölgað upp í 40. Ég þyrfti þá að kaupa 658.008 raðir til að vera öruggur. Hver röð kostar 100 krónur.

Það kostar því 65.800.800 að tryggja sér 1. vinning. Gerum ráð fyrir að ég vinni alla útgreidda vinninga fyrir þann pening.

Útgreiddur vinningur síðustu 10 vikur hefur verið um 14.549.847 krónur, þ.e. hagnaður upp á -51.250.953 krónur sem þýðir að ávöxtun yrði -77,89%.

Valmöguleiki 2: Brenna peningana.
Segjum að ég taki út allan lífeyrissparnað minn, ef það væri hægt; 1.000.000 krónur og brenndi hann. Eftir stæðu 0 krónur. Það væri þá ávöxtun upp á -100%.

Valmöguleiki 3: Geyma peninginn undir koddanum.
Tvö vandamál við þetta:

1. Verðbólgan étur upp gildi peninganna.
2. Ég sef verr með seðla undir koddanum.

Ef ég framreikna gildi milljónarinnar minnar frá byrjun árs 2008 með hliðsjón af verðbólgu þá fæ ég út að ég ætti 831.281 krónu eftir sem þýðir -16,87% ávöxtun.

Niðurstaða:
Það var rétt ákvörðun hjá mér að ávaxta fé mitt hjá Landsbankanum. Það er lítillega hagstæðrara en að ávaxta það undir koddanum mínum. Þar datt ég í lukkupottinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.