Þá er komið að enn einu smásögusafninu mínu. Allt sannsögulegt!
1. Ræktarferðin
Ég átti mína verstu ræktarferð hingað til um daginn. Ég hef verið tognaður í úlnlið undanfarið en ekki nógu mikið til að sleppa úr rækt.
Ég fór í bekkpressuna og náði að lyfta 60 kg af króknum og leggja niður aftur. Úlnliðurinn tognaðist illa og ég þurfti að hætta.
Ég lét það ekki á mig fá heldur hjólaði í korter eða þangað til ég var nógu sveittur til að fólk áttaði sig ekki á því að ég væri að gráta (og öskra úr eymd).
2. Lata fíflið
Í gærkvöldi ætlaði ég mér margt. T.d. að fara í bása og skjóta golfkúlum, í bíó, búa til Arthúr, borða og spila póker.
En ég sofnaði klukkan 21:00. Og svaf yfir mig til klukkan 9:30 í morgun, talsvert illa haldinn af legusárum.
3. Peugeot viðgerðir part XVI
Í dag fékk ég þær fréttir að pústkerfið á Peugeot 206 bifreið minni sé að ryðga í sundur. Sama pústkerfi og ég lét setja undir hann viku eftir að ég keypti hann fyrir 3 árum.
Þá hef ég eytt um 100.000 krónum í þennan bíl bara síðasta mánuðinn og samtals í viðgerðir frá upphafi rétt um 70 milljónir króna.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.