mánudagur, 8. júní 2009

Ég vil ekki monta mig en svo virðist sem ég sé elskaður, ef marka má símtal frá í morgun:

Ég: "Ég geri einhver gögn og sendi á þig á eftir"
Viðmælandi: "Takk ástin mín"

Þar hafiði það. Þið þurfið ekki að vita að samtalið endaði svona:

Ég: "ehh í alvöru?"
Jón: "Nei..heyrðu. Ég hélt ég væri að tala við konuna mína í smá stund"
Ég: ":-("

Nafni aumingja mannsins hefur verið breytt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.