mánudagur, 18. maí 2009

Í morgun las ég þetta viðtal við Derren Brown, ca átrúnaðargoð mitt. Svo fór ég að hugsa. Af hverju er ekki gert svona viðtal við mig? Er ég ekki nógu merkilegur?

Ég hringdi í mömmu og hún sagði mig vera nógu merkilegan. Þannig að hér kemur sama viðtalið, nema við mig:

Mér líður best þegar:
...ég er í miklu, hlýju roki, keyrandi hratt með rúðurnar skrúfaðar niður.

Mitt nánasta fólk myndi lýsa mér sem:
...dökkhærðum.

Eitt atriði í fortíð minni sem ég vil síður viðurkenna:
Ég hef tekið nokkur svona viðtöl við sjálfan mig af því enginn annar vill gera það.

3 hlutir sem ég myndi vilja á eyðieyju:
Risahraun, Excel og hamingju.

Eitt sem ég vil gera fyrir dauða minn, (ef ég dey):
Eiga hús.

Ef ég gerði auglýsingu fyrir einkamál þá myndi hún segja:
Óska eftir góðri og fyndinni stelpu sem er ekki grunnhyggin. Skilyrði að vera með flottan rass og blind fyrir grunnhyggni annarra, t.d. minni.

Minn helsti ókostur:
Ég fyrirlít flestar breytingar.

Ef ég mætti velja hvern sem er til að borða með:
Derren Brown. Eða Scarlett Johansson.

Það sem ég kann best að meta:
Tillitsemi.

Mesta eftirsjáin:
Óendanlega margar. Nú síðast; að hafa farið of seint að sofa í nótt.

Ef ég væri ekki tölfræðinörd þá væri ég:
Tölvunarfræðinörd. Eða listamaður einhverskonar.

Eiga eftirfarandi staðhæfingar við þig?
Ég er oft mjög tilfinningasamur:
Mjög sjaldan.

Vinum mínum finnst ég mjög félagslyndur:
Bara þeir vinir mínir sem þekkja mig ekkert.

Ég elska að rökræða um gáfuleg málefni og hugtök:
Sjaldan. Rökræður breytast of oft í rifrildi.

Ég er fullur af orku og lifi hröðu lífi:
Rangt.

Mér finnst gott að láta fólki líða vel:
Rétt. Grunsamlega gott.

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum?
Já, þessari mynd:


Ef fólki finnst þetta ósmekklegt þá er ég sammála. Ef ekki þá finnst mér þetta mjög fyndið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.