mánudagur, 25. maí 2009

Gærdagurinn var með ástleitnari dögum sem ég hef upplifað. Nokkrar sögur:

1. Ástleitni sendillinn.
Í gærmorgun kom sendill með pakka til mín í vinnuna. Ég tók á móti honum á planinu fyrir utan vinnuna og honum virtist brugðist. Samtal!

Ég: Er ekki allt í lagi?
Sendill: Jú. Þú ert bara svo rosalega líkur Tom Cruise.
Ég: BWAAAAAHAHAHAHAHA!
Sendill: Færðu ekki að heyra þetta oft?
Ég: Nei. Hvernig vissirðu að ég væri geðveikur??
Sendill: Kvittaðu bara hérna, sir.

2. Ástleitna kveðjustundin.
Eftir hádegið í gær hætti samstarfsmaður minn störfum hjá 365. Kveðjustundin var þrútin af tilfinningaflóði sem braust út í kveðjufaðmlagi.

Þetta var mitt fyrsta faðmlag með karlmanni síðan ég spilaði fótbolta síðast, fyrir um 14 árum. Ég hætti í fótboltanum vegna þess að ég skoraði of mikið og þurfti í kjölfarið að taka á móti of mörgum strákafaðmlögum.

Í körfubolta eru bara high five (*5*) gefin.


3. Ástleitnar vangaveltur.
Í gærkvöldi hugsaði ég með mér; hvað ef ég myndi klóna sjálfan mig og láta Scarlett Johansson ganga með barnið? Og hvoru okkar myndi afkvæmið líkjast meira?

Ég vippaði mér á heimasíðu sem sérhæfir sig í svona brengluðum hugsunum og viti menn:


Ég, sem krakkaviðbjóður myndi líkjast Scarlett Johannsson meira en sjálfum mér á fullorðinsárum. Einhversstaðar fór eitthvað stórkostlega úrskeiðis í uppvexti mínum.

Tilboðið stendur, Scarlett.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.