fimmtudagur, 7. maí 2009

Fólk segir reglulega við mig að ég sé að verða meira og meira vélrænn í samskiptum. Ég tek lítið mark á því, þar sem um er að ræða mannfólk.

Nú lítur út fyrir að ég þurfi að endurskoða hug minn, þar sem Google hefur tekið undir þetta hjá almúganum. Þessi skilaboð koma nú upp hjá mér þegar ég reyni að nota einhverja þjónustu Google.

Ég væri frekar dapur við þessa fordóma Google ef ég hefði tilfinningar.

[/bloggfærsla]

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.