Í morgun keppti ég í firmakeppni Hauka í körfubolta. Löng saga stutt; það var boðið upp á Risahraun ásamt öðrum veitingum eftir keppni.
Önnur ómerkileg atriði:
* Ég, Gísli, Björgvin, Siggi Alf, Gutti, Simmi, Sibbi og Eyþór spiluðum fyrir liðið Isfish.
* Við byrjuðum 8 í liði en enduðum 6, þar sem Simmi þurfti í brúðkaup og Sibbi þurfti að láta nefbrjóta sig.
* Kristján Arason, handboltakappi var í liði. Hann varði skot frá mér, sem var líklega hápunktur lífs míns.
* Simmi átti erfitt með að hitta ekki úr skoti, svo hann hitti úr öllu.
* Ég var með 100% þriggja stiga nýtingu (2/2).
* Við urðum í öðru sæti á eftir Kristjáni Arasyni & co.
Hér á að vera hópmynd af liðinu en mér hefur ekki borist hún enn. Ég bæti henni við fljótlega.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.