fimmtudagur, 16. apríl 2009

Hér koma klúður vikunnar hjá mér í nokkrum smásögum úr hversdagslífinu:

1. Hurðin
Ég gleymdi að loka útidyrahurðinni þegar ég kom heim fyrir tveimur kvöldum. Ég tók svo eftir því þegar ég ætlaði í vinnuna daginn eftir. Hún var því opin frá ca 21:30 til 9:30 eða 12 tíma.

Engu var stolið og mér ekki nauðgað.

2. WC stelpan
Í kvöld reyndi ég að kaupa veitingar í afgreiðslu World Class þegar kerfið hrundi og ómögulegt var að greiða fyrir kökuna heilsuréttinn.

Ég kvartaði ekki þar sem gríðarfögur stelpa afgreiddi mig. Þegar allt var farið í klessu og öll von virtist úti átti eftirfarandi samtal sér stað:

WC stelpan: "Þú veist vonandi ekki að ég er bara að þykjast vera með bilað kerfi svo þú verðir lengur hjá mér"
Ég: "knnnnnnnnnn" [Roðn og sorti fyrir augum]
WC stelpan: "æ... heyrðu þú þarft ekkert að borga fyrir þetta"
Ég: "=thx("wc stelpa";alot)" [Hljóp út eins hratt og ég gat]

1-0 fyrir mér.

3. Póker
Ég ætlaði að fara snemma að sofa eitt kvöldið eða um klukkan 00:30 þegar ég ýtti á vitlausan takka á fjarstýringunni að sjónvarpinu og skipti yfir á Stöð 2 Sport. Þar var póker í gangi.

Ég ákvað að horfa á 5 mínútur. Ég fór að sofa um kl 3:00. Vel gert! Ég vann með lokuð augun til hádegis daginn eftir.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.