þriðjudagur, 14. apríl 2009

Hér er nöldurlisti dagsins:

Eftirfarandi atriði koma mér í aðeins verra skap:

* Að heyra lag með U2 eða Sálinni hans Jóns míns. Andstyggileg tónlist.

* Að vera heilsað með orðinu "gamli". Svipað óþolandi og einhver heilsar með orðinu "fáviti", "ljóti", "feiti" eða "sæti".

* Fólk sem tekur lyftu niður eina hæð. Svoleiðis fólk er til. Ég hef séð það.

* Að vera hópnauðgað af villtum ótemjum. Það er eitthvað við það sem pirrar mig.

* Að vera brugðið af einhverjum. Ég sé ekki tilganginn, nema auðvitað að koma viðkomandi í verra skap.

Þetta er að sjálfsögðu fullkomlega tæmandi listi. Ef ég verð ekki fyrir þessu þá er ég sólargeisli.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.