Þá er kominn föstudagur og tími til að fara yfir sumarfrítöku síðastliðinnar viku en ég á enn inni nánast allt sumarfríið frá fyrra sumri:
Mánudagur: Vann venjulegan vinnudag, enda mikið að gera á mánudögum.
Þriðjudagur: Ætlaði að taka frí en fékk 5 tímatöl úr vinnunni. Endaði á því að mæta.
Miðvikudagur: Tók frí fyrir mat en vann í staðinn til klukkan 20:30, sem gera rúmlega 8 tíma eða ekkert frí.
Fimmtudagur: Lögbundinn frídagur. Fékk símtöl úr vinnunni og endaði á því að sleppa matarboði til að vinna.
Föstudagur: Ætlaði að vera í fríi í dag en það mistókst.
Ennfremur var mér boðið að vinna á laugardagskvöldið. Ég afþakkaði þar sem ég hef hlakkað til lokahófs UMFÁ sem verður einmitt haldið þá. Stefnan er tekin á að skemmta mér vel. Vona að það gangi eftir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.