Í gærkvöldi fór ég svo í bíó. Aldrei þessu vant valdi ég góða mynd í lauslæti mínu og skemmtilegan bíófélaga; Stuðmund 2500.
Myndin var The International sem fjallar um fjöldamorðingjabanka og tilraunir til að stoppa hann. Góð mynd, þrátt fyrir að Naomi Watts viti ekki hvernig hún eigi að vera í henni. Þrjár stjörnur af fjórum.
Allavega, Clive Owen leikur aðalhlutverkið en hann lék einmitt aðalhlutverkið í myndinni Shoot'em up sem ég sá fyrir nokkrum árum. Ég ákvað því, eftir bíóferðina, að horfa á Shoot'em up og uppgötvaði að þar er á ferðinni epískt meistaraverk!
Hér er myndbrot, sem er fullkomlega lýsandi fyrir alla myndina:
1. Hann drepur mann með gulrót.
2. Hann kemur með besta pun (ísl.: orðaleikur) kvikmyndasögunnar.
3. Hann bjargar lífi.
Ég get erfiðlega mælt nógu mikið með henni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.