Hér eru nokkrar skilgreiningar á flóknum hugtökum, algjörlega ótengdar þeim ósköpum sem gerast daglega í mínu lífi:
Skilgreiningin á þroska:
Að geta ekki beðið eftir að komast úr verslun til að prófa nýja mýkingarefnið sem var að koma í búðir.
Skilgreining á því að vera sorglegur:
Að skrifa reynslusögu á bloggið sitt um að vera orðinn miðaldra, viðurkenna ekki að þessi saga eigi við um hann og segja það merki um þroska.
Skilgreining á depurð:
Að fatta í miðjum bloggfærsluskrifum, að viðkomandi sé orðinn miðaldra.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.