Áður en meira er búið af deginum koma hér nokkrar FAQ (algengar spurningar), svo síminn minn hætti að hringja og vinnufriður fáist. Ég byrja á þremur spurningum frá mér:
1. Af hverju heita vörur, sem ekki er hægt að vera atvinnumaður í að nota, Professional? Dæmi: Tannburstar (Colgate Professional), tyggjó (Extra Professional).
Svar óskast.
2. Af hverju kaupi ég alltaf vörur sem heita Professional?
Svar óskast.
3. Af hverju líður mér alltaf rosalega vel við að nota vörur sem heita Professional, eins og ég sé merkilegur, jafnvel atvinnumaður?
Svar óskast.
4. Ertu...
Nei, ég er ekki með svipuför í framan. Ég gjörtapaði ekki heldur í slagsmálum í nótt. Ég svaf á andlitinu.
5. Þú lítur út fyrir að vera gáfaðri í dag en í gær, stemmir það?
Já, ég kláraði bók í gær. Bók sem ég hef verið að lesa frá jólum. Hún heitir Sólkross eftir Óttar M. Norðfjörð.
Bókadómur: Hress bók. 2,5 stjörnur af 4.
Ef lesendur hafa fleiri spurningar, hnoðið þeim í athugasemdir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.