laugardagur, 21. mars 2009

Enn ein vinnuvikan að klárast og ég lifi enn. Hér er upptalning yfir þá sem eiga þakkir skyldar fyrir vikuna sem er að líða:

1. Sverrir leigusali fyrir að lækka leiguna um 35% og koma þannig í veg fyrir að ég þurfi að selja mig (kynferðislega) til að greiða leiguna, þar sem ég leigi nú einn.

2. Magga fyrir að nenna með mér í ræktina og fyrir að bjóða upp á súpu eftir rækt.

3. Björgvin bróðir og Heiðdís fyrir að nenna með mér í rækt og fyrir að koma með mér í bíó.

4. Þóra Elísabet fyrir að bjóða í íspartí þar sem hamingja í ísformi var á boðstólnum; Risahraunís!

5. Samkaup fyrir að hætta að selja Bertolli smjörið. Ég var orðinn óþarflega háður því.

6. Klippikonan á Kristu í Kringlunni fyrir að klippa mig eins og herramann í dag fyrir aðeins kr. 4.000.

7. Vinnan mín fyrir að reka mig ekki.

Ef ég er að gleyma einhverjum; hættu að tala við mig. Öðruvísi læri ég ekki. Til þeirra sem eru á listanum; takk!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.