föstudagur, 27. febrúar 2009

Ég get því miður ekki skrifað færslu í dag þar sem ég missteig mig á körfuboltaæfingu kvöldsins. Nú vorkenni ég sjálfum mér of mikið til að geta skrifað heilstæða setningu.

Það er því komið að hlekkjafærslu!

* Þeir sem hafa gaman af borðspilinu Ticket to ride geta spilað það á netinu, hér nánar tiltekið! Tonn af skemmtun.

* Þorkell hefur hætt bloggskrifum um daglegt líf og hefur snúið sér alfarið að skrifum um Excel. Ég gef honum hér með stafrænt Excel hoppfæv [=iferror(if("Þorkell"=jump; jump&" - "&highfive;"Einn tveir og...");"Vandræðalegt")] og hlekk á bloggið hérna.

* Fremsti sjávarútvegsvefur landsins, sax.is er að auglýsa á b2.is. Ég tek ofan fyrir tilraun þeirra til að koma sjávarútvegsfréttum í tísku hjá unga fólkinu og bendi fólki á að skoða síðuna hér og flottu línuritin þeirra hér.

* Að lokum er hér mynd af pókerborði á netinu sem hefur fengið mig til að hlæja síðan ég sá hana fyrst, fyrir rúmum 6 mánuðum. Smellið á hana fyrir stærra eintak. Ef þið fattið ekki; skoðið spjallið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.