fimmtudagur, 29. janúar 2009

Hér er það helsta í fréttum:

Augndropaævintýri
Í dag tókst mér að láta augndropa detta við vinstra munnvik í stað vinstra auga. Þetta er lang versti augndropa árangur minn hingað til. Ég vona bara að ég verði aldrei sprengjuflugvélastjóri.

Seven
Í fyrradag keypti ég DVD disk með uppáhaldsmyndinni minni; Seven. Þetta er þriðja DVD útgáfan sem ég eignast af þessari mynd.

Ég hef þó ekki opnað hana ennþá, þar sem tilgangurinn með kaupunum er annar og meiri en að skemmta mér. Tilgangurinn er að eignast 7 útgáfur af Seven, til að geta sagt á djamminu „I have seven Seven DVDs“. Ég nýt nefnilega of mikillar kvenhylli (ath. lygi). Þetta ætti að draga úr henni, vonandi eyða.

Táknmál
Mig langar mjög mikið að læra að segja "Ég kann táknmál, fíflin ykkar" á táknmælsku svo táknmálsfólkið í ræktinni hætti að vera svona montið af því að baktala mig á þessu tungumáli.

En ég er nokkuð viss um að ég myndi bara stama og gera mig að fífli. Ég verð svo skjálfhentur þegar ég er reiður.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.