Ég hef unnið stór afrek síðustu daga og vikur. Hér eru þau:
1. Ég borðaði tvo fulla diska af hafragrauti í gær. Troðfulla! Ég hef alltaf hatað hafragraut en hann á að vera eitt það hollasta sem þú getur borðað.
2. Ég mætti 22 daga samfleitt í rækt/körfubolta án hvíldardags.
3. Ég borðaði ekkert nammi í gærkvöldi.
4. Ég útbjó 58 sheeta Excelskjal í vinnunni í gær.
Þessi afrek eiga öll sér myrka hlið:
1. Það var það eina sem ég borðaði þann daginn. Sem er ekki nógu hollt.
2. Að taka ekki einn hvíldardag á viku er eins og að bjóða syndinni í kaffi; viðurstyggð. Fyrir utan að ég hef tekið tvo hvíldardaga þessa vikuna og nú er ég feitur og ógeðslegur.
3. Gerði þetta einfaldlega af því ég átti ekkert nammi. Borðaði lýsistöflur af því mér fannst ég greina örlítið sykurbragð af einni þeirra.
4. Það er ekk....hvern er ég að gabba? Þetta skjal er það besta sem hefur komið fyrir mig!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.