föstudagur, 21. nóvember 2008

Pælingar:

* Svertingjar heilsa oftar en ekki með orðinu "Yo!", samkvæmt bíómyndunum. Sá kynstofn sem er hvað lengst frá þeim svarta er sá Írski. Þeir heilsa yfirleitt með orðinu "Oi!". Áhugavert.

* Um daginn sagði ég við vinkonu mína, sem vildi vita hvort ég væri kítlinn, "Skiptum um umræðuefni". Þarna kom ég þremur um-um í röð án þess að blikna og er nokkur stoltur af. Hún kítlaði mig samt.

* Hvernig er hægt að koma fimm "og" í röð í setningu svo það sé rökrétt?

Svar 1a: Með því að spyrja "hvar eru bilin í setningunni 'Finnur og Risahraun'?"

Svar 1b: Á milli Finnur og og og og og Risahraun.

* Hvernig er hægt að koma sautján "og" í röð í setningu svo það sé rökrétt?

Svar 2a: Með því að spyrja "hvar eru bilin í setningunni 'Á milli Finnur og og og og og Risahraun'?"

Svar 2b: Á milli á og milli, milli og Finnur, Finnur og og, og og og, og og og, og og og, og og og og og og Risahraun.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.